top of page

Ferilbækur nemenda í list- og verkgreinum eru ný viðbót í list- og verkgreinakennslu í Giljaskóla. Hugmyndina fengu kennarar eftir að hafa setið kynningu á skyssu- og hugmyndabókum frá list- og verkgreinakennarateymi Naustaskóla. Þeir tóku hugmyndina og aðlöguðu hana að þeirra þörfum. Ferilbókin er enn í þróun og mun að öllum líkindum taka einhverjum breytingum með fenginni reynslu.

 

Í bókina safna nemendur ýmsum gögnum og verkefnum. Tilgangur bókarinnar er tvíþættur. Annars vegar safna nemendur kennsluleiðbeiningum, verkefnum, skyssum og prufum og skrásetja þannig þekkingu sína og leikni. Þá geta þeir flett upp upplýsingum eftir á til upprifjunar. Hins vegar geymir bókin hugmyndir og þróun þeirra. Ef vel tekst til geta nemendur því litið yfir farin veg og séð hvernig hugmyndir þeirra verða til, breytast og vonandi sjá þeir einhverjar þeirra verða að raunveruleika.

FERILBÆKUR

bottom of page